Donald Trump sýndi Sound of Freedom í einkaklúbbi sínum

Donald Trump, fyrrum forseti Bandaríkjanna, stóð fyrir sýningu á hinni umdeildu kvikmynd Sound of Freedom í einkaklúbbi sínum í New Jersey í gær. Myndin hefur vakið mikið umtal, en íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa tekið höndum saman um að hrósa myndinni og vekja athygli á henni.

Þingmaður repúblikana Tim Scott, frá Suður-karólínu fylki, sagði til að mynda að myndin væri stórkostleg og tilfinningaþrungin eftir sýninguna. Ted Cruz, þingmaður repúblikana frá Texas, skrifaði „wow, wow, wow“ á samfélagsmiðlum í kjölfar sýningarinnar, og hvatti stuðningsmenn sína til að sjá hana. Viðstaddir sýninguna var einnig Steve Bannon, fyrrum pólitískur strategisti Trump, og yfirráðgjafi. Kari Lake og Jack Posobiec voru einnig viðstödd, en bæði hafa þau haldið fram að síðustu forsetakosningar séu ólögmætar, ásamt því að halda fram ýmsum samsæriskenningum líkt og hinu svokallaða „Pizzagate“, en sú samsæriskenning kveður á um að Hillary Clinton væri meðlimur í barnaníðahring sem höfðu ákveðinn pizza stað, Comet Ping Pong í höfuðborg Bandaríkjanna Washington D.C., sem eins konar höfuðstöðvar.

Þessar samsæriskenningar eru kenndar við Qanon, en það er hreyfing öfgahægrisinna í Bandaríkjunum sem styðja Trump.

Myndinni hefur gengið ótrúlega vel í kvikmyndahúsum vestanhafs, en á frumsýningardegi sínum náði hún ekki minna afreki en að skáka sjálfum Indiana Jones – en Sound of Freedom halaði inn 14,3 milljónum bandaríkjadollara á móti 11,7 milljónunum sem Indiana Jones náði. Hingað til hefur myndin halað inn 96 milljónum bandaríkjadollara, þrátt fyrir að hafa einungis kostað 14,5 milljónir í framleiðslu.

Þetta er verulegt afrek, en Indiana Jones er auðvitað gríðarlega þekkt vörumerki, með alla markaðsetningar maskínu Disney á bakvið sig.

Um hvað er myndin?

Sound of Freedom er leikstýrð af Alejandro Monteverde, og skartar Jim Caviezel – sem best er þekktur fyrir leik sinn sem Jesús Kristur í stórmynd Mel Gibsons The Passion of the Christ – í aðalhlutverki. Myndin kom í kvikmyndahús 4.júlí síðastliðinn, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Myndin gefur sig út fyrir að vera sanna sögu, og segir frá Tim Ballard, fyrrum starfsmann Homeland Security í Bandaríkjunum, og baráttu hans gegn barnaníðingahringjum.

Myndin var fullgerð og tilbúin árið 2018, og er því ekki um nýgerða mynd að ræða. Kvikmyndastúdíóið 20th Century Fox keypti dreifingarréttinn af myndinni á sínum tíma, en var svo sjálft keypt af Disney í kjölfarið eins og frægt er. Disney ákvað að sitja á myndinni og gefa hana ekki út, eitthvað sem framleiðendur myndarinnar voru ekki sáttir við, og því keyptu þeir dreifingarréttinn á henni tilbaka frá Disney í gegnum fyrirtækið Angel Studios, og náðu þannig loks að koma henni í bíó nýlega.

Myndin hefur fengið mjög góða dóma, en á Imdb er hún þegar þetta er skrifað með 8,2 í einkunn, sem telst vera mjög hátt. Á Rotten tomatoes er hún með 74% einkunn frá gagnrýnendum en 100% í einkunn frá áhorfendum.

Qanon

Tekið skal fram að blaðamaður hefur sjálfur ekki séð myndina, og getur því ekki dæmt um gildi hennar sjálfur. En af gagnrýnendum að dæma þá fjallar myndin ekki á beinan hátt um sömu samsæriskenningar og Qanon hefur haldið á lofti. Fylgjendur þeirra virðast þó hafa ákveðið að taka myndina uppá sína arma, vegna þess hversu keimlíkur boðskapur myndarinnar er þeirra eigin.

Jim Caviezel, ásamt Ballard sjálfum, hafa þó báðir opinberlega lýst yfir stuðningi sínum við sömu samsæriskenningar og Qanon boðar.

Af vinsældum myndarinnar að dæma, þá er nokkuð óhætt að fullyrða að Qanon hreyfing öfgahægri manna sé verulega stórt og áhrifamikið afl.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí