Í héraðsdómi Norðurlands eystra voru kveðnir upp þrór dómar í lok síðasta mánaðar sem sýna vel hversu ólíkt mat dómarar leggja á ofbeldi og eignaspjöll eftir því hver verður fyrir þeim. Dómarar dæma menn til styttri fangelsisvistar og fremur skilorðsbundið ef fórnarlömbin eru konur og börn og tengd árásarmanninum en ef eignir ókunnugra eru skemmdar og engum ógnað.
Hér eru atvikalýsingar og dómsorð:
30 dagar skilorðsbundnir fyrir árás á fjölskyldu sína
Fyrsti dómurinn er fyrir brot á barnaverndarlögum og stórfelldar ærumeiðingar gegna maka, með því að hafa miðvikudaginn 13. apríl 2022, brotið sér leið inn á heimili sitt að […]á Akureyri, með því að berja með stóru grjóti ítrekað á útidyrahurð íbúðarinnar og síðan brjóta glugga í útidyrahurðinni og komast þannig inn í húsið og síðan brjóta glugga í forstofuhurð og ryðjast inn í svefnherbergi þar sem eiginkona hans A, […], hafði leitað skjóls ásamt börnum þeirra og dóttur sinni. Börnin voru B, sem var um […]mánaða, D, sem var […] árs, E, sem var […]ára. Einnig hafði móðir brotaþola F leitað skjóls í herberginu. Þegar ákærði hafði ruðst inn í herbergið skipaði hann konu sinni, tengdamóður og öllum börnum að yfirgefa íbúðin [svo] í snarhasti þar sem hann væri kominn með nóg af þeim og gaf þeim klukkutíma til að yfirgefa íbúðina og kallað [svo] Afyrir framan börnin og móður sína, „helvítis hóru“ „tussu“ og „fokking geðveika“. Við það að brjóta sér leið inn úr forstofunni skarst ákærði illa á hendi þannig að blóð lak úr hendi hans á muni og gólf í íbúðinni og slettist á börnin og aðra viðstadda. Með þessu atferli og orðum sýndi hann börnum sínum og stjúpbarni yfirgang, vanvirðandi, ruddalegt og ósiðlegt athæfi og setti fram stórfelldar ærumeiðingar gegn maka sínum með tilgreindum orðum og fyrirskipunum fyrir framan börnin og móður brotaþola.
Dómsorð: Ákærði, X, sæti fangelsi í 30 daga en fullnustu refsingarinnar er frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð
75 dagar skilorðsbundnir fyri að stela Baileys-líkjör
Ákæra fyrir fyrir þjófnað og brot á lögum um ávana-og fíkniefni með því að hafa föstudaginn 10. júní 2022, í verslun Vínbúðarinnar […]á Akureyri stolið flösku áfengisflösku af tegundinni Baileys-líkjör, að verðmæti 1.499 krónur. Og með því að hafa miðvikudaginn 1. júní 2022, verið með í vörslum sínum á þegar lögreglan hafði afskipti af honum við Vínbúðina á Akureyri, 0,18 grömm af kókaín.
Dómsorð: Ákærði sæti fangelsi í 75 daga en fullnustu refsingarinnar er frestað og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð.
45 dagar óskilorðsbundnir fyrir að lykla bíla
Ákæra fyrir eftirtalin eignaspjöll með því að hafa fimmtudaginn 9. febrúar 2023, unnið skemmdarverk á bifreið þar sem hún stóð fyrir utan verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri með því að rispa lakk bifreiðarinnar. Og að hafa laugardaginn 11. febrúar 2023, unnið skemmdarverk á bifreið þar sem hún stóð í bifreiðastæði fyrir utan líkamsræktarstöðina World Class við Strandgötu, með því að rispa lakk bifreiðarinnar með húslyklum.
Dómsorð: Ákærði sæti fangelsi í 45 daga.