Sanna vill boða til auka-aðalfundar hjá Sósíalistaflokknum: „Er ekki að stofna nýjan flokk“
Félagar í NA kjördæmi Sósíalistaflokksins lýstu yfir vantrausti á Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa flokksins í Reykjavík fyrir helgi. Sanna svarar flokksmönnunum í viðtali við Rauða borðið í kvöld. Hún ræðir deilurnar í flokknum, fylgistap, eigin vinsældir í borginni, vantraustið og blæs á orðróm þess eðlis að hún vinni bakvið tjöldin að stofnun nýs flokks.
Sanna Magdalena, ásamt fleira flokksfólki kallar eftir auka-aðalfundi sem tilraun til að sætta erjur innan flokksins, marka stefnu og móta til framtíðar.
Missið ekki af viðtali við Sönnu við Rauða borðið á slaginu 20:00 í kvöld, strax eftir fréttir Samstöðvarinnar.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward