Er það virkilega lausnin á vanda okkar?
Að Rauða borðinu mæta þeir Sigfús Aðalsteinsson, forsvarsmaður hópsins Ísland þvert á flokka og Baldur Borgþórsson, fyrrverandi varaborgarfulltrúi og ráðgjafi, og ræða um mótmælin á Austurvelli, ásakanir um rasisma og hatursorðræðuna á samfélagsmiðlum. Þeir útskýra kröfuna um að loka landamærunum fyrir hælisleitendum og takast á um orsök vandans og lausnir á honum í samræðu við Oddnýju Eir og Sigurjón Magnús.