Hin Reykjavík

Raddir hinna kúguðu

Borgarmálin frá sjónarhóli þeirra sem sjaldan er haft samráð við í rekstri og uppbyggingu borgarinnar. Hin Reykjavík varpar ljósi á þær raddir í samfélaginu sem hafa reynslu af því sem þarf að laga til hins betra.

Umsjón: Sanna Magdalena Mörtudóttir og Laufey Líndal Ólafsdóttir

Þættir

Sanna Reykjavík

Sanna Reykjavíkarrow_forward

S04 E001 — 27. nóv 2022

28. Október
Í fyrsta þætti nýs kjörtímabils ætla borgarfulltrúar Sósíalista að ræða málefni Strætó. Til okkar koma tveir góðir gestir. Annar þeirra er vagnstjóri hjá Strætó, Pétur Karlsson og hinn er farþegi sem nýtir sér reglulega þjónustuna, Sturla Freyr Magnússon. Við viljum heyra hvað þeir hafa að segja um Strætó. Hvernig leggjast nýjustu fréttir í þá um aukna einkavæðingu? Er leiðarkerfið að þjóna farþegum eins vel og ætti að ganga? Er nógu mikið hlustað á það sem farþegar og vagnstjórar hafa að segja um þjónustu Strætó? Svör við þessum og fleiri spurningum í þætti kvöldsins.

Sanna Reykjavík

Sanna Reykjavíkarrow_forward

S04 E005 —

Lífið í Lönguhlíð!

25. Nóvember 2022 Íbúðar Hlíða sunnan Miklubrautar og fyrir neðan Bústaðaveg hafa sett af stað undirskriftarsöfnun þar sem þess er krafist að borgaryfirvöld sinni Lönguhlíð sem er skipulögð sem borgargata. Íbúar telja þörf á að gatan, sem er miðja hverfisins, fái athygli og yfirhalningu til að standa undir því nafni. Við ræðum við Jökul Sólberg Auðunsson um aðstæður í hverfinu og viðbrögð borgaryfirvalda.

Sanna Reykjavík

Sanna Reykjavíkarrow_forward

S04 E003 —

 Umhverfissálfræðileg sjónarmið í borgarhönnun

18. Nóvember 2022 Umhverfið hefur mikil áhrif á okkur mannfólkið og í þættinum skoðum við sálræn áhrif umhverfis, skipulagningar og hönnunar. Við skoðum hvaða sjónarmið eru ráðandi í uppbyggingu og hönnun borgarrýma og almenningssvæða. Þar að auki skoðum við hvort að fjármagn eða íbúar hafi meira vægi í mótun nærumhverfis. Þá spyrjum við einnig hvort að skipulag geti verið útilokandi fyrir ákveðna hópa samfélagsins og hvernig sé hægt að tryggja að svo verði ekki. Móheiður Helga Huldudóttir Obel, arkitekt og Páll Jakob Líndal, umhverfissálfræðingur koma til okkar að ræða þessi mál.

Sanna Reykjavík

Sanna Reykjavíkarrow_forward

S04 E002 —

Staðan í borginni – 11.September

Að þessu sinni munu borgarfulltrúar Sósíalistaflokksins, Trausti Breiðfjörð Magnússon og Sanna Magdalena Mörtudóttir ræða stöðuna í borginni. Við förum yfir það hvernig hægt er að berjast fyrir réttindum og bættum kjörum innan borgarinnar. Áhersla verður sett á framfærslu, húsnæðismál, og mikilvægi þess að rödd íbúanna og þeirra sem best þekkja til, sé í allri stefnumótun. Samstöðin er samfélagssjónvarp og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla. Þættir Samstöðvarinnar eru allt í senn fundir, sjónvarps-, útvarps- og hlaðvarpsþættir og innlegg í gagnvirka umræðu á samfélagsmiðlum.

Hin Reykjavík – Spjall við Peppara

Hin Reykjavík – Spjall við Pepparaarrow_forward

S03 E024 — 5. maí 2022

Peppararnir Hildur og Silva segja okkur frá samtökunum, lífinu og hvernig má betrumbæta samfélagið.

Hin Reykjavík – „Fjör“ á fjárhagsaðstoð!

Hin Reykjavík – „Fjör“ á fjárhagsaðstoð!arrow_forward

S03 E023 — 20. apr 2022

Sanna ræðir við Omel Svavarss um aðstæður fólks á fjárhagsaðstoð, en Omel er að glíma við veikindi og hefur lent á milli kerfa og þurft að vera á fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg á meðan, en það ástand hefur varað í tvö ár.

Hin Reykjavík – Staða einhverfra í skólakerfinu

Hin Reykjavík – Staða einhverfra í skólakerfinuarrow_forward

S03 E022 — 5. apr 2022

Halldóra Hafsteinsdóttir fræðir okkur um einhverfu og hvernig kassalaga samfélag nær ekki að taka á móti fjölbreyttum þörfum fólks. Í þættinum ræðum við skólakerfið frá leikskóla og upp í grunnskóla og hvernig það er í stakk búið til að taka á móti þörfum einhverfra barna. Ljóst er að það þarf að laga margt í samfélaginu til að tryggja að hægt sé að taka á móti fjölbreyttum þörfum barna.

Hin Reykjavík – Leigjendur krefjast aðgerða

Hin Reykjavík – Leigjendur krefjast aðgerðaarrow_forward

S03 E021 — 1. apr 2022

Sanna ræðir við Guðmund Hrafn Arngrímsson, formann leigjendasamtakanna, um fund borgarstjóra um stefnu og aðgerðir Reykjavíkurborgar í uppbyggingu húsnæðis.

Hin Reykjavik – Stuðningskennsla í grunnskólum

Hin Reykjavik – Stuðningskennsla í grunnskólumarrow_forward

S03 E020 — 29. mar 2022

Laufey ræðir við Thelmu Rún Gylfadóttur um reynslu hennar af sérkennslu og öðrum stuðningi við börn í leik- og grunnskólum. Thelma starfar sem sérkennari í grunnskóla í Garðabæ en er einnig foreldri barns sem sækir grunnskóla í Reykjavík. Rætt er um þau úrræði sem til boða (og þau sem standa ekki til boða) og hvað væri mögulega hægt að gera til að tryggja öllum börnum þann stuðning sem þau þurfa á að halda í sinni skólagöngu.

Hin Reykjavík – Skólar og þarfir barna

Hin Reykjavík – Skólar og þarfir barnaarrow_forward

S03 E019 — 18. mar 2022

Fjóla Heiðdal segir okkur frá reynslu sinni af skólakerfinu og stuðningsúrræðum í tengslum við skólagöngu barnsins síns. Við heyrum hvernig er brugðist við þegar þörf er á stuðningi og hvað megi betur fara. Í þættinum ræðum við hvernig kerfið tekur á móti foreldrum og börnum með ákveðnar greiningar.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí