Hin Reykjavík

Raddir hinna kúguðu

Borgarmálin frá sjónarhóli þeirra sem sjaldan er haft samráð við í rekstri og uppbyggingu borgarinnar. Hin Reykjavík varpar ljósi á þær raddir í samfélaginu sem hafa reynslu af því sem þarf að laga til hins betra.

Þri, fös. kl. 17
Hin Reykjavík – Sósíalískur feminismi

Hin Reykjavík – Sósíalískur feminismiarrow_forward

S02 E011 — mars 2, 2021

Danni ræðir við Sönnu og Birnu Eik Benediktsdóttur um sósíalískan feminisma.

Hin Reykjavík – Matarsóun og gámagrams

Hin Reykjavík – Matarsóun og gámagramsarrow_forward

S02 E010 — febrúar 26, 2021

Tugum þúsunda tonna af mat hefur verið hent árlega hér á landi og meginþorri þess er nýtanlegur matur. Hér ræðir Sanna Magdalena Mörtudóttir við Rakel Garðarsdóttur, forsvarsmann samtakanna Vakandi, sem vilja stuðla að vitundarvakningu um sóun matvæla.

Hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir matarsóun og af hverju er svo miklum mat hent? Þær ræða einnig um gámagrams en það snýr að því að ná í ætan mat sem hefur verið hent, t.a.m. úr gámum við matvöruverslanir.

Hin Reykjavík – Löng bið eftir átröskunarmeðferð

Hin Reykjavík – Löng bið eftir átröskunarmeðferðarrow_forward

S02 E009 — febrúar 19, 2021

Fjöldi á biðlista eftir meðferð átröskunarteymis Landspítalans hefur sjöfaldast á fjórum árum. Aukin þörf er fyrir þjónustuna og finna þarf hentugt húsnæði í kjölfar myglu sem kom upp og leiddi til óvinnufærni hjá hluta starfsmanna.

Í þessum þætti tala Danni og Sanna við Sóley Hafsteinsdóttur um reynslu sína af átröskun, úrræði sem eru í boði og hvað þurfi að laga til að mæta þeim sem þurfa á hjálp á að halda.

Hin Reykjavík – Einstæðir foreldrar og börn

Hin Reykjavík – Einstæðir foreldrar og börnarrow_forward

S02 E008 — febrúar 16, 2021

Í dag ræða Sanna og Danni við þær Dagnýju Rut Haraldsdóttur og Valgerði Halldórsdóttur um málefni foreldra sem ekki búa saman og barna þeirra.

Hin Reykjavík – Lokum spilakössum

Hin Reykjavík – Lokum spilakössumarrow_forward

S02 E007 — febrúar 12, 2021

Samtök áhugafólks um spilafíkn standa að baki átakinu „Lokum spilakössum“ eða lokum.is. Fólkið á bak við samtökin hefur haft það að leiðarljósi að vekja fólk og stjórnvöld til umhugsunar um spilakassa og rekstur slíkrar starfsemi.

Hér ræða Sanna og Danni við Ölmu og Örn um samtökin, markmið þeirra og við fáum innsýn í stöðu þeirra sem glíma við spilafíkn.

Hin Reykjavík – Hvar er draumurinn?

Hin Reykjavík – Hvar er draumurinn?arrow_forward

S02 E006 — febrúar 2, 2021

Í þætti dagsins ræða Sanna og Danni við Jokku G. Birnudóttur um stuttmynd hennar „Hvar er draumurinn?“ sem sýnd var á nýafstaðinni feminískri kvikmyndahátíð. Einnig koma þau stuttlega inn á malbiksmál en Jokka er gjaldkeri Sniglanna.

Líkamsvirðing út frá félagslegri- og efnahagslegri stöðu

Líkamsvirðing út frá félagslegri- og efnahagslegri stöðuarrow_forward

S02 E005 — janúar 29, 2021

Hin Reykjavík skoðar hér fitufordóma út frá félags- og efnahagslegri stöðu. Hvað eru fitufordómar og hverjar eru birtingarmyndir þeirra? Laufey Ólafsdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir ræða við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu. Í þættinum ræðum við um neikvæð viðhorf sem gjarnan eru tengd við ákveðið holdafar og hvað það á oft margt sammerkt með neikvæðum viðhorfum í garð fátæks fólks. Einnig ræðum við um heilbrigðiskerfið og aðgengi að þjónustu.

Hin Reykjavík – Fátækt, matarskortur, hitaeiningar og líkamsímynd

Hin Reykjavík – Fátækt, matarskortur, hitaeiningar og líkamsímyndarrow_forward

S02 E004 — janúar 26, 2021

Hvernig hefur það áhrif á tengsl okkar við mat, að alast upp við fátækt og skort? Hvernig hefur slíkt áhrif á samband okkar við mat síðar á lífsleiðinni? Er það samband líklegra til þess að vera óheilbrigt eftir því sem skorturinn er viðvarandi? Laufey Ólafsdóttir ræðir við Bryndísi og Sönnu Magdalenu um uppvaxtarárin, þar sem þær upplifðu skort, tengsl þeirra við mat og líkamsímynd á unglingsárum. Í þessu samhengi skoðum við staðalímyndir um líkama kvenna, fitufordóma, fátækt fólk og áhrif þess á líkamsímynd.

Hin Reykjavík – Loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar

Hin Reykjavík – Loftslagsáætlun Reykjavíkurborgararrow_forward

S02 E003 — janúar 22, 2021

Laufey ræðir við Sönnu og Danna um Loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar 2021-2025 og hvaða sýn Sósíalistar í borgarstjórn hafa á þá áætlun.


Almenningssamgöngur, sorphirða, endurvinnsla og margt fleira er til umræðu út frá vinkli stéttarstöðu og aðgengi fátækra Reykvíkinga að þjónustu borgarinnar og þátttöku í umhverfisvænum lífsstíl.

Hin Reykjavík – Húsnæðismál öryrkja

Hin Reykjavík – Húsnæðismál öryrkjaarrow_forward

S02 E002 — janúar 19, 2021

Laufey Ólafsdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir ræða við Maríu Pétursdóttur, formann málefnahóps ÖBÍ um húsnæðismál.

Leigumarkaðnum hefur oft verið líkt við frumskóg þar sem erfitt er að finna íbúð á viðráðanlegu verði og þegar þangað er komið inn getur verið erfitt að átta sig á réttindum varðandi húsnæðisbætur og sérstakan húsnæðisstuðning sem er ólíkur eftir sveitarfélögum. Hver er staða öryrkja á húsnæðismarkaði? Hvernig er aðgengi að viðeigandi íbúðum háttað í fjárhagslegum- og efnislegum skilningi? Fá allir heimili og viðeigandi stuðning eða er samfélagið enn fast í hugmyndafræði um stofnanavæðingu? Hversu langir eru biðlistarnir eftir húsnæði og þjónustu sem hentar?

Hin Reykjavík – Ali Alameri and refugees in Iceland

Hin Reykjavík – Ali Alameri and refugees in Icelandarrow_forward

S02 E001 — janúar 15, 2021

Ali Alameri talks about his experience and struggles with the refugee system in Europe as well as his role as an activist, fighting for refugees’ rights to work and better living conditions.

Hin Reykjavík – Af hverju er hinsegin fræðsla mikilvæg?

Hin Reykjavík – Af hverju er hinsegin fræðsla mikilvæg?arrow_forward

S01 E058 — desember 11, 2020

Það er mikilvægt að samfélagið og nærumhverfið taki mið af fjölbreytileikanum. Í dag fræðumst við um starfsemina sem fer fram í hinsegin félagsmiðstöð og fræðslustarfið á vegum Samtakanna ‘78. Danni og Sanna spjalla hér við Hrefnu Þórarinsdóttur, forstöðukonu í hinsegin félagsmiðstöð Tjarnarinnar og Samtakanna ‘78 og Tótlu I. Sæmundsdóttur fræðslustýru Samtakanna ‘78.

Þau spyrja sérstaklega út í starfið, með áherslu á ungmenni. Hvernig hefur starfið farið fram og hvernig fer það fram á tímum samkomutakmarkanna? Þá munu þau einnig velta fyrir sér hvort að bækur, dægurmenning og það sem er vinsælt í dag endurspegli veruleika hinsegins ungs fólks eða hvort þörf sé á meiri fjölbreytni þar.

Hin Reykjavík – Hjálpræðisherinn

Hin Reykjavík – Hjálpræðisherinnarrow_forward

S01 E057 — desember 8, 2020

Hjálpræðisherinn – Hjálp gegn skorti og félagslegri einangrun


Margir leita til félaga- og hjálparsamtaka vegna matarúthlutana og aðstoðar við aðra grunnþætti. Velferðarstarf Hjálpræðishersins nær til margra í formi inneignarkorta í matvöruverslunum og félagslegs stuðnings.

Sanna Magdalena Mörtudóttir ræðir hér við Ingva Kristinn Skjaldarson um starfsemi Hjálpræðishersins, þá fjölbreyttu hópa sem sækja aðstoð til þeirra og stuðninginn sem þau veita. Ættu samtök og hreyfingar að þurfa að sjá til þess að grunnþörfum fólks sé mætt eða endurspeglar slíkt að stjórnvöld séu ekki að standa sig? Þessu og mörgu öðru varðandi stöðu fólks í samfélaginu verður velt upp.

Hin Reykjavík – Hversu marga dropa þarf til að hola steininn?

Hin Reykjavík – Hversu marga dropa þarf til að hola steininn?arrow_forward

S01 E056 — desember 4, 2020

Ýmislegt hefur áunnist í báráttu sárafátæks fólks og fatlaðs fólks og annarra sem samfélagið hefur ekki gert ráð fyrir í gegnum tíðina en heilmargt er eftir. Samfélagið flokkar fólk í kassa og gerir ekki ráð fyrir fjölbreytileika mannlífsins, þar sem áherslan er oftar en ekki á samkeppni frekar en að setja sig í aðstæður annarra og aðlaga umhverfið eftir fjölbreyttum þörfum fólks.

Hvatningaverðlaun Öryrkjabandalags Íslands voru veitt í gær, 3. desember á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Íþróttafélagið Ösp hlaut hvatningarverðlaun og PEPP, grasrót fólks í fátækt. Markmið Aspar er að standa fyrir íþróttaæfingum fyrir einstaklinga með fötlun þeim til heilsubótar og ánægju. Sanna Magdalena Mörtudóttir ræðir við Helgu Hákonar, formann Asparinnar og Peppara og Ástu Þórdís Skjalddal, hjá PEPP um valdeflingu og hvernig við getum búið til umhverfi sem er fyrir okkur öll.

Hin Reykjavík – Börn og Covid

Hin Reykjavík – Börn og Covidarrow_forward

S01 E055 — desember 1, 2020

Hvernig líður börnum í þeim aðstæðum sem nú eru uppi í samfélaginu? Hvað er hægt að gera til að tryggja börnum vellíðan og velferð í gegnum ástandið? Laufey, Danni og Sanna tala saman um skólastarf og aðstæður barna í Covid og hvað stjórnvöld geta gert til að passa að ekkert barn þurfi að vera skilið eftir í þeim aðstæðum sem samfélagið er í þessa dagana.

Hin Reykjavík – Hjálparhönd í fátækt

Hin Reykjavík – Hjálparhönd í fátæktarrow_forward

S01 E054 — nóvember 27, 2020

Bára Halldórsdóttir heldur úti Facebook-hópnum „Hjálparhönd“, en í honum getur fólk í neyð sent inn beiðnir um ýmsa aðstoð til að mæta kostnaði við matarkaup, ferðakostanað o.fl. Hægt er að pósta inn beiðnum undir nafni, en einnig er hægt að senda Báru beiðnir sem hún póstar fyrir þau sem þurfa að biðja um aðstoð undir nafnleynd.

Laufey og Danni spjalla við Báru um þær beiðnir sem hún hefur verið að taka við og aðstæður fólks almennt í mjög óvenjulegum kringumstæðum í samfélaginu.

Hin Reykjavík – Það er von og úrræði eftir fíknimeðferð

Hin Reykjavík – Það er von og úrræði eftir fíknimeðferðarrow_forward

S01 E053 — nóvember 24, 2020

Laufey og Danni tala við Hlyn Kristinn Rúnarsson og Tinnu Guðrúnu Barkardóttur um úrræði fyrir fólk sem er að koma úr fíknimeðferðum og starf samtakanna „Það er von“, sem þau eru í forsvari fyrir.

Það er von hefur verið starfandi á Facebook í rúmt ár, en er nú orðið að formlegum samtökum sem stefna á að opna og reka áfangaheimili og bjóða upp á ýmsa þjónustu fyrir fólk sem glímir við fíkn og er að koma úr og fara inn í fíknimeðferðir. Markmið samtakanna er að styðja fólk til bata og tengja saman mismunandi úrræði ásamt því að styðja við og miðla upplýsingum til aðstandenda og berjast gegn fordómum í garð fólks með fíknivanda.

Hin Reykjavík – Álag á kennurum á tímum Covid

Hin Reykjavík – Álag á kennurum á tímum Covidarrow_forward

S01 E052 — nóvember 20, 2020

Kennarar hafa aðlagað sig að breyttum aðstæðum vegna kórónuveirunnar og mikið mæðir á þeim. Hildur Ýr Ísberg framhaldsskólakennari, skrifaði opið bréf til menntamálaráðherra í síðasta mánuði þar sem hún greindi frá álaginu í kennarastarfinu og miklum væntingum til kennara á covid tímum.

Sanna Magdalena Mörtudóttir ræðir við Hildi um breytta kennsluhætti, hlutverk kennara og hvað það felur í sér að færa skólastarf og starfsumhverfi úr skólastofunni inn á fjarfundarými.

Hin Reykjavík – Einelti í grunnskólum

Hin Reykjavík – Einelti í grunnskólumarrow_forward

S01 E051 — nóvember 17, 2020

Laufey og Danni ræða við Sindra Viborg, kennaranema og íþróttaþjálfara, um einelti í grunnskólum en Sindri var nýlega í viðtali við DV þar sem hann greinir frá hrottalegu einelti sem hann varð sjálfur fyrir á sinni grunnskólagöngu.

Einelti er samfélagslegt vandamál og bendir Sindri á ýmsar mögulegar lausnir en undirstrikar jafnfram alvarleika eineltis og mikilvægi þess að unnið sé heildstætt að forvörnum og vitundarvakningu, allt í senn meðal nemenda, kennara, foreldra og samfélagsins í heild.

Hin Reykjavík – Jólamánuður, fjárhagsáhyggjur og matarúthlutanir.

Hin Reykjavík – Jólamánuður, fjárhagsáhyggjur og matarúthlutanir.arrow_forward

S01 E050 — nóvember 13, 2020

Umræðuefni dagsins snýr að fátækt, áhyggjum varðandi jólin, matarúthlutunum og hjálparsamtökum og hjálparsíðum á Facebook. Sanna Magdalena Mörtudóttir, Laufey Ólafsdóttir, Ásta Þórdís Skjalddal og Hildur Oddsdóttir ræða þessi mál sín á milli.

Misskipting í samfélaginu er ekki ný af nálinni en er hún sýnilegri og meiri nú vegna afleiðinga kórónuveirunnar? Hvernig bregðast stjórnvöld við? Hvernig viljum við að brugðist sé við?

Þessum spurningum er velt upp jafnt sem hugmyndum að lausnum í ástandinu.

Hin Reykjavík – Fjölskylda í hættu

Hin Reykjavík – Fjölskylda í hættuarrow_forward

S01 E049 — nóvember 3, 2020

Fjölskylda bíður í óvissu vegna yfirvofandi brottvísunar Hjónin Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf og dætur þeirra Marta og María, hafa verið búsett á Íslandi í 7 ár en bíða nú brottvísunar frá landinu þar sem umsókn þeirra um dvalarleyfi hefur verið synjað.

Sanna og Laufey ræddu við þau hjón um dvölina á Íslandi og þá hræðilegu stöðu sem fjölskyldan er nú í, en nú er í gangi undirskriftarsöfnun þar sem skorað er á dómsmálaráðherra að endurskoða mál fjölskyldunnar.

Þátturinn er á ensku.

Hin Reykjavík – Er mennta- og frístundakerfið hannað fyrir okkur öll?

Hin Reykjavík – Er mennta- og frístundakerfið hannað fyrir okkur öll?arrow_forward

S01 E048 — október 30, 2020

Í dag ræðum við um menntun fyrir alla út frá sjónarhóli fólks með erlendan bakgrunn og þeirra sem eru með lítið á milli handanna.

Er menntakerfið hannað fyrir okkur öll? Hvernig er móðurmálskennslu háttað? Hvað með frístundastarf og aðgengi að því út frá fjárhagslegri stöðu? Sanna Magdalena ræðir við þær Nancy og Loubna um þessi mál.

Hin Reykjavík – Grunnskólar á tímum Covid

Hin Reykjavík – Grunnskólar á tímum Covidarrow_forward

S01 E047 — október 27, 2020

Umræðuefni dagsins snýr að breytingum í grunnskólum borgarinnar í kjölfar covid-19. Daníel Örn Arnarsson og Sanna Magdalena Mörtudóttir ræða við Védísi Guðjónsdóttur, starfsmann í grunnskóla borgarinnar um nýlegar breytingar og áhrif á starfið.

Þar sem mikil umræða hefur skapast um mikilvægi valfaga ræða þau einnig um það sem og styttingu vinnuvikunnar innan grunnskólanna og hvernig því miðar áfram.

Hin Reykjavík – Tillögur sósíalista gegn fátækt.

Hin Reykjavík – Tillögur sósíalista gegn fátækt.arrow_forward

S01 E046 — október 20, 2020

Í dag ræða Daníel og Sanna um sjálfsmynd barna sem alast upp í fátækt, alþjóðlegan baráttudag gegn fátækt og tillögur sósíalista gegn fátækt.

Hin Reykjavík – Fátækt á Íslandi

Hin Reykjavík – Fátækt á Íslandiarrow_forward

S01 E045 — október 16, 2020

Á morgun, 17. október er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt. Í þætti dagsins ræða Daníel Örn Arnarsson og Sanna Magdalena Mörtudóttir, við Ástu Þórdís Skjalddal, samhæfingarstjóra PEPP (sem er grasrót fólks í fátækt) og Laufeyju Líndal Ólafsdóttur sem situr í stjórn EAPN á Íslandi.

EAPN stendur fyrir The European Anti-Poverty Network og Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt, eru grasrótarstarf EAPN á Íslandi. Ásta og Laufey segja okkur frá starfinu, fátækt á Íslandi og við ræðum um leiðir til að útrýma fátækt.

Hin Reykjavík – Spjall við Sólveigu Önnu

Hin Reykjavík – Spjall við Sólveigu Önnuarrow_forward

S01 E044 — október 13, 2020

Sanna Magdalena Mörtudóttir og Daníel Örn Arnarsson ræða hér við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar um viðbrögð Eflingar vegna tillagna Samtaka sjálfstætt starfandi skóla (SSSK) í kjarasamningsviðræðum við Eflingu.

Þau ræða einnig um leiðir til að uppræta launaþjófnað.

Hin Reykjavík – Fjölbreyttar raddir í bókmenntum

Hin Reykjavík – Fjölbreyttar raddir í bókmenntumarrow_forward

S01 E043 — október 9, 2020

Nýlega fór fram bókakaffi í Gerðubergi um einsleitni bókmenntaheimsins og hvernig væri hægt að víkka sjóndeildarhringinn með því að lesa fjölbreyttar raddir. Sanna Magdalena Mörtudóttir og Daníel Örn Arnarsson ræða hér við Jelena Ćirić og Mars Proppé sem tóku þátt í bókakaffinu um fjölbreyttar raddir.

Geta bækur hjálpað okkur að skilja reynsluheim annarra? Skiptir máli hvaða bækur við lesum? Bókmenntaheimurinn líkt og samfélagið er stéttskipt og í samtalinu veltum við því fyrir okkur hvernig vald hefur áhrif á hvaða bækur verða fyrir valinu hjá útgefendum og lesendum.

Hin Reykjavík – Almenningssalerni

Hin Reykjavík – Almenningssalerniarrow_forward

S01 E042 — október 6, 2020

Fyrr í haust kíktu Sanna og Danni á nokkur almenningssalerni í borginni og veltu fyrir sér gjaldtöku og almennu aðgengi að salernum innan borgarinnar. Þarf að eiga pening til að nota salerni?

Hin Reykjavík – Fyrstu skref að póltískri þátttöku

Hin Reykjavík – Fyrstu skref að póltískri þátttökuarrow_forward

S01 E041 — október 2, 2020

Sanna Magdalena Mörtudóttir ræðir við Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um uppvaxtarárin og fyrstu skrefin að pólitískri þátttöku. Það að alast upp við skort er eitthvað sem óneitanlega hefur áhrif á vilja til að breyta kerfinu til að koma í veg fyrir að börn þurfi að upplifa slíkt.

Hin Reykjavík – Verndum veika og aldraða

Hin Reykjavík – Verndum veika og aldraðaarrow_forward

S01 E040 — september 25, 2020

Í dag ræðir Daníel við Berglindi Berghreinsdóttur formann samtakanna Verndum veika og aldraða um samtökin og þær áskoranir sem aðstandendur sjúklinga standa frammi fyrir.

Hin Reykjavík – Ynda Eldborg

Hin Reykjavík – Ynda Eldborgarrow_forward

S01 E039 — september 22, 2020

Í þætti dagsins spjallar Daníel við hana Yndu Eldborg listfræðing um málefni transfólks í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað undanfarna daga.

Hin Reykjavík – Drop-INN

Hin Reykjavík – Drop-INNarrow_forward

S01 E038 — september 15, 2020

Í dag ræða þau Daníel Örn Arnarsson og Laufey Ólafsdóttir við Magdalenu Kwiatkowska og Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur um nýtt verkefni Eflingar sem nefnist Drop-INN ásamt öðrum fræðsluverkefnum.

Hin Reykjavík – Upplifun innflytjanda af Íslandi

Hin Reykjavík – Upplifun innflytjanda af Íslandiarrow_forward

S01 E037 — september 1, 2020

Í hinni Reykjavík í dag ræða Danni og Laufey við Nicola van Kuilenburg og Andie Sophia Fontaine fyrst um hvernig það er að læra íslensku og svo um framkomu sem Íslendingar sýna stundum í garð innflytjenda. Spjallið endar svo bara í almennu spjalli um upplifun nýs innflytjanda af Íslandi. Athugið að þátturinn er á ensku.

Hin Reykjavík – Málefni fanga

Hin Reykjavík – Málefni fangaarrow_forward

S01 E036 — ágúst 28, 2020

Málefni fanga eru til umræðu í þætti dagsins þar sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, talar við Guðmund Inga Þóroddsson sem er formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun.

Spurningum sem verður velt upp snúa m.a. að stefnum í fangelsiskerfinu; frá refsistefnu í átt að betrun, heilbrigðisþjónustu innan veggja fangelsisins á tímum kórónuveirunnar og hvernig sveitarfélögin geta komið að samfelldri þjónustu við þá sem um ræðir.

Hin Reykjavík: Í tilefni af kvenréttindadeginum

Hin Reykjavík: Í tilefni af kvenréttindadeginumarrow_forward

S01 E027 — júní 19, 2020

Melanie Ubaldo – Andlit íslenskrar listsköpunar

Í tilefni af kvenréttindadeginum tölum við við Melanie Ubaldo, unga listkakonu sem hefur verið að vinna verk sem túlka hennar upplifun af jaðarsetningu í íslensku samfélagi. Melanie er fædd á Filippseyjum en flutti til Íslands ung að aldri og hefur eins og flestir aðrir hörundsdökkir íslendingar upplifað ýmsar útgáfur af rasisma bæði í íslensku samfélagi og einnig erlendis þegar hún hefur ferðast með verk sín sem íslenskur listamaður.

Hér ræðir Melanie sögurnar að baki nokkrum verkanna og þátttöku sína í sýningu Borgarbókasafnsins í Grófinni „Inclusive public spaces“ þar sem verk hennar „What are you doing in Iceland with your face“ hefur hangið í anddyri safnsins að undanförnu.

Hin Reykjavík: Samstöðumótmæli

Hin Reykjavík: Samstöðumótmæliarrow_forward

S01 E026 — júní 16, 2020

Ofbeldi gegn afgönsku flóttafólki mótmælt á Ingólfstorgi

Í dag, þriðjudaginn 16. júní, kl. 17 eiga sér stað samstöðumótmæli til að vekja athygli á hræðilegu ofbeldi gegn afgönsku flóttafólki í Íran og víðar og til að efla meðvitund um stöðu flóttafólks frá Afganistan víða um heim. Hjá okkur í dag er einn af skipuleggjendum mótmælanna, Ehsan Ísaksson.

Ehsan er ættaður frá Afganistan en fæddur og uppalinn í Íran. Hann segir okkur hér brot af sinni sögu og frá ástæðum mótmælanna en hann er jafnframt formaður samtakanna Ariana Association. Samtökin eru félag Afgana á Íslandi og standa fyrir ýmsum menningarviðburðum þar sem gestum stendur til boða að kynnast afganskri menningu og hefðum.

Þátturinn er á ensku.

Hin Reykjavík: Leigendur félagsbústaða

Hin Reykjavík: Leigendur félagsbústaðaarrow_forward

S01 E025 — júní 12, 2020

Biðlistar og milliflutningar innan Félagsbústaða

Rúmlega 300 leigjendur hjá Félagsbústöðum eru með virkar umsóknir um milliflutning, eða flutning úr einni íbúð Félagsbústaða í aðra. Umsóknir um milliflutninga fara hinsvegar í sama ferli og fyrstu úthlutanir svo að þær fara í sama pott og umsóknir fólks sem er heimilislaust eða í ótryggu húsnæði, þannig að dæmi eru um að fólk bíði í mörg ár eftir milliflutningum og svo virðist sem þar hafi myndast flöskuháls.

Blokkin, félag leigjenda hjá Félagsbústöðum hefur komið upp íbúðaskiptisíðu fyrir leigjendur á Facebook í þeirri von að einhverjir geti nýtt sér þann möguleika að skipta innbyrðis.

Sanna ræðir við þær Evu Pálsdóttur og Laufeyju Ólafsdóttur um biðina og þennan möguleika ásamt ýmsu öðru.

Hin Reykjavík: Blokkin

Hin Reykjavík: Blokkinarrow_forward

S01 E024 — júní 9, 2020

Blokkin, félag leigjenda hjá Félagsbústöðum.

Umræða um væntanlegan aðalfund og mikilvægi samstöðu leigjenda hjá stærsta leigufélagi landsins.

Sanna ræðir við Pálínu Sjöfn Þórarinsdóttur og Laufey Líndal Ólafsdóttur úr stjórn Blokkarinnar.

Hin Reykjavík: Black lives matter

Hin Reykjavík: Black lives matterarrow_forward

S01 E023 — júní 5, 2020

Black Lives Matter solidarity moving forward – the Icelandic discussion on race.

A discussion with Lydia Holt, Seth Sharp and Eric Barbour about the Black Lives Matter solidarity demonstration in Austurvöllur on the 3rd of June.

Hosts: Laufey L. Ólafsdóttir and Sanna Magdalena Mörtudóttir.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí