Samtal á sunnudegi
Samtal á sunnudegi tekur málefni til umræðu í syrpum nokkurra þátta. Fyrsta syrpan er um verkalýðsmál. Þar leiðir Sigurður Pétursson sagnfræðingur samtalið. Í hverjum þætti kemur gestur eða gestir og ræðir tiltekið mál, söguskeið, greiningu eða baráttuaðferðir.


Nýfrjálshyggjaarrow_forward
Í öðru Samtalinu á sunnudegi um verkalýðsmál kemur Ögmundur Jónasson og segir frá verkalýðsbaráttunni á tímum nýfrjálshyggjunnar, en Ögmundur var formaður starfsmannafélags Sjónvarpsins og síðar formaður BSRB á því tímabili. Hver voru viðbrögð nýfrjálshyggjunnar gegn verkalýðsbaráttu og hver voru viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar við nýfrjálshyggjunni?

Samtal á sunnudegi: Verkalýðsbarátta – Upphafiðarrow_forward
Samtal á sunnudegi tekur málefni til umræðu í syrpum nokkurra þátta. Fyrsta syrpan er um verkalýðsmál. Þar leiðir Sigurður Pétursson sagnfræðingur samtalið. Í hverjum þætti kemur gestur eða gestir og ræðir tiltekið mál, söguskeið, greiningu eða baráttuaðferðir.
Í fyrsta Samtalinu á sunnudegi um verkalýðsmál kemur Þorleifur Friðriksson og segir frá upphafi verkalýðsbaráttu á Íslandi, hverjar voru rætur hennar, baráttuaðferðir, markmið og árangur. Þeir ræða líka áhrif verkalýðsbaráttunnar á stjórnmálin og öfugt, stöðu kvenna og karla og hvernig hinn réttlausi verkalýður náði smátt og smátt að hafa áhrif á samfélagið sem hann lifði innan.