Miðnætti í Kænugarði – Tékkland, hernaðarmál og heilaþvottur
Í kvöld höldum við áfram að ræða við Íslendinga búsetta erlendis, hvernig stríðið í Úkraínu birtist fólki í landinu. Ásgeir H Ingólfsson, búsettur í Prag mætir og ræðir ástandið frá sjónarhorni Tékka. Hann mun líka sýna okkur myndefni frá mótmælum sem hann sótti gegn innrás Rússlands.
Þar næst segir Karl Héðinn okkur frá sögu og þróun heilaþvottar (e. Coercive Persuasion). Hvernig stjórnvöld hafa í gegnum tíðina framleitt samþykki og þróað áróður sinn. Hvernig birtist þetta í Rússlandi í dag?
Í lokin mun Gunnar Hrafn Jónsson ræða við okkur um stöðu stríðsins, friðarviðræður og áhrif háþróaðra vopna á gang stríðsins.