Stríð, átök og skuldastaða bænda
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við Heimi Má Pétursson fréttamann, Þórarinn Eyfjörð formann Sameykis og Guðrúnu Margréti Guðmundsdóttur mannfræðing. Þeir bræður fara líka yfir daginn og veginn og fjalla síðan um háskalega stöðu bænda, slá á þráðinn til Þórarins Inga Péturssonar, bónda og þingmanns, og fá svo þau Gunnar Þorgeirsson, formann Bændasamtakanna og Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra samtakanna, til að kortleggja erfiða stöðu bænda.