Rauða borðið: Átök, Ítalía, geðraskanir & skattar
Ragnar Þór Ingólfsson kemur að Rauða borðinu og ræðir átök og valdahlutföll í Alþýðusambandinu. Við ræðum uppgang Bræðra Ítalíu við Roberto Luigi Pagani. Og veltum upp með Elínu Ebbu Ásmundsdóttur hvort rétt sé að reyna að lækna fólk vegna eðlilegra viðbragða við óréttlátu samfélagi? Væri ekki nær að lækna samfélagið? Við förum yfir réttir dagsins (fjárlagafrumvarp, sænskar kosningar, deilur um íslenska tungu o.fl.), tökum vond dæmi af okri og segjum frá því hvað afnám eignaskatta kostaði.