Rasismi, Grindavík, rúmdýnur og stytting framhaldsskóla
Drífa Snædal, talskona Kvennaathvarfsins, ræðir um rasisma, innflytjendamál og stöðu VG. Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrum hæstaréttardómari ræðir opnun Grindavíkur sem hann þakkar málsókn sem hann sinnti fyrir Grindvíking. Ársæll Guðmundsson, skólameistari sem var yfir námstímanefnd sem stytti nám til stúdentsprófs, skýrir sjónarmiðin sem voru að baki hinum umdeildu breytingum. Sverrir Páll Erlingsson, fyrrverandi kennari við Menntaskólann á Akureyri verður á línunni en hann kallar styttinguna hryðjuverk. Vilmundur Möller Sigurðsson heldur því fram að tugþúsundir Íslendinga sofi illa vegna kemískra efna í rúmdýnum.