Tveggja ríkja lausn, þingið, morðin á Sjöundá og sveltistefna
Magnús Bernharðsson prófessor kemur til okkar og ræðir um hörmungarnar á Gaza og hvort nokkur von sé um frið. ÞINGIÐ – umræðuliður um pólitík og þingmál verður á sínum stað. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þinkona pírata takast á og Höskuldur Kári Schram þingfréttaritari kemur í heimsókn og ræðir breytta tíma á Alþingi. Már Jónsson sagnfræðingur ræðir við okkur um morðin a Sjöundá, bæði um réttarskjölin og um hvernig standi á því að fólk sé enn að hugsa um Steinunni og Bjarna. Sveinn Máni Jóhannesson nýdoktor ræðir svo niðurskurðarhyggju eða sveltistefnu, ekki í dag heldur fyrir hundrað árum þegar hér komst til valda ríkisstjórn sem skar ríkisútgjöld niður stórkostlega.