Hver er staða okkar í veröld sem stórveldin skipta á milli sín?
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina og fá fólk til að ráða í áhrif stefnu Donald Trump á öryggishagsmuni Íslands og Evrópu: Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði, Guðmundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrum utanríkisráðherra og Ögmundur Jónasson fyrrum ráðherra spá í hvað Trump vill, hvað hann segir og gerir og hver áhrifin verða.