Fá þá aðeins örfáir að tjá sig og vera í friði í framtíðinni?
Mannréttinda- og trans-fréttaritari Rauða borðsins, Arna Magnea Danks, áhættuleikstjóri, leikkona, kennari, ræðir við Oddnýju Eir um myndina Ljósvíkingar sem ferðast nú um heiminn og fær vægast sagt góðar móttökur. Arna Magnea setur baráttuna gegn og fyrir réttindum Trans-fólks í stærra samhengi og skýrir út áhrif og eðli hatursorðræðu sem fer sívaxandi á Íslandi og annars staðar þar sem kynt er undir ótta til þess að auðvelda yfirgang og valdatöku fárra á lífi kvenna og annarra sem hafa barist fyrir réttindum sínum gegnum tíðina en missa þau nú hratt ef ekki er veitt mótspyrna.