Kynferðisbrot, óréttmæt vitnisburðarvæðing, fjölmiðlar og bókmenntahátíð 

S06 E058 — Rauða borðið — 28. apr 2025

Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur og Drífa Snædal, talskona Stígamóta ræða við Maríu Lilju um brotatíðni nauðgunarmála og útlendingaandúð. Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, heimspekingur og ritstjóri Hugar ræðir við Oddnýju Eir meðal annars um dómstól götunnar og óréttmæta vitnisburðarvæðingu en einnig um umræðuna í samfélaginu. Umræða um fjölmiðla er á sínum stað eins og alltaf á mánudögum. Ágúst Borgþór Sverrisson, fréttastjóri DV, ræðir í samtali við Björn Þorláks gagnrýni á blaðamenn í viðkvæmum fréttamálum. Einnig hvernig auka megi fjölmiðlalæsi almennings og stofnana. Að lokum færa þau Valur Gunnarsson, Maó Alheimsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir Oddnýju Eir fréttir frá Bókmenntahátíð sem fram fór um helgina.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí