Samherjastríð, rasismi, netöryggi, borgarskipulag og fuglahvísl

S06 E076 — Rauða borðið — 20. maí 2025

Við hefjum leik á umfjöllun um eitt voldugasta fyrirtæki landsins. Samherji hefur verið í stríði við listnemann Odee Friðriksson síðan hann bjó til heimasíðu í nafni Samherja og baðst afsökunar fyrir hönd fyrirtækisins á misgjörðum í Namibíu. Samherji stefndi Odee fyrir rétt í London og nú stendur áfrýjun fyrir dyrum, gríðarlega kostnaðarsöm málaferli. Gunnar Smári ræðir við Odee í þetta mál, eða þetta verk öllu heldur, sem hann er að semja með aðstoð Þorsteins Má í Samherja. Þar á eftir ræða Kristín Taiwo Reynisdóttir, antirasisti og Arna Magnea Danks, mannréttinda-fréttaritari,  rasisma á Íslandi í samtali við Oddnýju Eir Ævarsdóttur. Of lítill gaumur er gefinn að netöryggismálum. Þetta segir Marínó G. Njálsson ráðgjafi. Evrjóvisjón síðustu helgar, svik,  prettir og innbrot hafa vakið nýjar spurningar hjá almenningi um netöryggi og gefur Marínó hlustendum og áhorfendum nokkur hollráð hvað varðar öryggi í samtali við Björn Þorláks. Miklar meiningar eru flesta daga ársins um borgarskipulag. Oddný Eir Ævarsdóttir spjallar við Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúa og bókmenntamann um þau mál. Rauða borðinu lýkur með því að María Lilja ræðir við Tjörva Einarsson um fuglahvísl með góðum gesti í stúdíói, páfagaulknum Adoru.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí