Lýðræði, ofbeldi, alþjóðalög, áföll, list, kvennahreyfing og einkaskjalasöfn

S06 E103 — Rauða borðið — 24. jún 2025

Við hefjum Rauða borð kvöldsins á umræðu um stjórnarandstöðu Miðflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem niðurlægir lýðræðið með orðum sínum og atferli þessa dagana, eða svo segir doktor Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur og í samræðu við Björn Þorláks ræða þau málið, framsóknarmaðurinn Hallur Magnússon, Ásta Guðrún Helgadóttir samfylkingarkona og Björn Leví Gunnarsson, fyrrum þingmaður Pírata. Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi, ræðir við Oddnýju Eir um þarfa vitund um ofbeldi Íslendinga og ræðir grein sína um útflutning á ofbeldismönnum. Bjarni Már Magnússon lagaprófessor svarar Gunnari Smári hvort Bandaríkin og Ísrael hafi brotið alþjóðalög með árásum sínum á Íran og framið stríðsglæpi. Hefur Íran allan rétt á að svara fyrir sig? Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands, þýðandi og einn stofnanda Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, segir frá baráttu sinni í þágu kvenna og innflytjenda á Íslandi og rekur kynbundið ofbeldi til föðurhúsanna. Helga Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar og Hanna Styrmisdóttir, sérfræðingur í stefnumótun og sýningarstjórn segja Gunnari Smára frá einkasýningu palestínsku listakonunnar Larissa Sansour á safninu, sem fjallar um áföll sem erfast og fortíð sem myrkvar framtíðina. Við ljúkum Rauða borðinu á samræðu sem gæti nýst þeim sem eru að taka til hjá sér eða í dánarbúum því Ólafur Arnar Sveinsson, sagnfræðingur og sviðsstjóri fræðslu og rannsókna hjá Þjóðskjalasafninu og Þórunn Marel Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri einkaskjalasafna í Þjóðskjalasafni Íslands, ræða um einkaskjalasöfn, um spurninguna hverju skuli henda og hvort skjöl séu einkamál eða mikils virði fyrir söguna.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí