Argentína, húsnæði, Dúlla í löggunni, heimsmálin og víma
Felix Woelflin segir Gunnari Smára frá pólitísku ástandi í Argentínu eftir ágætan sigur flokks Milei forseta í aukakosningum til þings. Hvaðan kemur Milei og hvers vegna vilja svona margir treysta honum fyrir stjórn landsins? Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna fer yfir húsnæðispakkann sem ríkisstjórnin i gær með Gunnari Smára. Kristín Svava Tómasdóttir sagnfræðingur segir Gunnari Smára frá bók sinni Fröken Dúlla, sögu Jóhönnu Knudsen, sem er alræmd vegna rannsókn hennar á siðferðisástandinu í Reykjavík á árum seinni heimsstyrjaldar. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer yfir heimsmálin í samtali við Gunnar Smára, ekki síst átökin milli Bandaríkjanna og Kína í breyttum heimi. Þorsteinn Úlfar Björnsson kvikmyndagerðarmaður hefur skrifað á annan tuga bóka sem tengjast vímu og menningu. Hann er með umdeildar skoðanir og ekki hefur verið fjallað um bækur hans. Hann segir Birni Þorláks frá sjónarhorni sínu.