Hagkerfið, félagslega kerfið og feminismi
Þau koma að Rauða borðinu Róbert Farestveit hagfræðingur ASÍ, Heiður Margrét Björnsdóttir hagfræðingur BSRB, og Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM og ræða stöðuna á þessu dimma degi vaxtahækkana. Síðan koma Þóra Leósdóttir formaður iðjuþjálfarafélags Íslands og Steinunn Bergmann formaður félagsráðgjafafélags Íslands og segja okkur frá ástandinu á heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Þá mæta þær Margrét Pétursdóttir og Andrea Helgadóttir og ræða feminískar fréttir við Maríu Pétursdóttur. Og við segjum fréttir dagsins.