Sjómenn, verkföll, háskóli og leigjendur
Þeir koma að Rauð borðinu þeir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins og Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM og segja okkur frá nýgerðum tíu ára samningi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi við sjómenn. Sæþór Benjamín Randalsson og Sesar Logi Hreinsson koma og segja okkur frá verkfallsvörslu Eflingar. Geir Sigurðsson prófessor hefur gagnrýnt fjármögnun háskóla og ekki síst sjóð sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bjó til svo örva mætti samstarf háskóla. Guðmundur Hrafn Arngrímsson kemur við og segir okkur frá baráttu leigjenda hér heima og erlendis. Svo segjum við ykkur frá fréttum dagsins.