Vextir, vond efnahagsstjórn og Alzheimer
Vextir voru hækkaðir í morgun við lítinn fögnuð landsmanna. Þau koma að Rauða borðinu hagfræðingar verkalýðshreyfingar til að ræða stöðuna: Róbert Farestveit frá Alþýðusambandinu, Vilhjálmur Hilmarsson frá BHM og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir frá BSRB. Er vit í peningamálastefnunni? En ríkisfjármálum? Ragna Þóra Ragnarsdóttir kemur síðan og segir okkur frá lífi sínu með alzheimer, en eiginmaður hennar Guðlaugur Níelsson greindist fyrir fimm árum. Ragna Þóra segir okkur frá áhrifum sjúkdómsins á Gulla, hana sjálfa, vini og vandamenn og hvernig samfélagið tekur veiku fólki.