Af hverju er uppskeruhátíðin svona mikilvæg í baráttunni?
Listakonurnar Margrét M. Norðdahl og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir ræða um mikilvægi aðgengis fyrir öll að menningunni og listinni, skólunum og stofnununum, rifja upp tímann þegar fatlaðir voru útskúfaðir og geymdir fjarri og þær segja okkur frá listahátíðinni Uppskera þar sem aðgengi er opnað á fleiri en einn máta á mjög nýstárlega og áhugaverða vegu.