Er mannskepnan dýr sem deyr?
Við fórum á leikrit Tennessee Williams Köttur á heitu blikkþaki í Borgarleikhúsinu og ræddum sýninguna, verkið og erindi þess við aðstandendur: Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri og leikararnir Sigurður Ingvarsson, Hilmir Snær Guðnason og Ásthildur Úa Sigurðardóttir ræða grimm samskipti fólks innan fjölskyldna, hvernig leyndarmálin grafa undan sjálfsmyndinni og hvað það er sem drífur fólk áfram. Og líka um leikhúsið og listina, hvernig flytja má hugsun milli tíma og staða.