Er þetta mál annars konar sakamál?

Klippa — 24. mar 2025

Það er merkilega erfitt að átta sig á því um hvað hið svokallaða Barnamálaráðherramál snýst. Í fréttum var það fyrst kynnt sem sakamál en reynist síðan ekki vera sakamál, allavega ekki það sakamál sem meint var. En er það annars konar sakamál og hvers er þá sökin? Lára Magnúsardóttir, sagnfræðingur, sem hefur um árabil rannsakað skilgreiningar á glæpum og umræðuna um þá í gömlum heimildum, greinir umræðuna eða róginn um meinta sök Ásthildar Lóu og skýrir fyrir okkur háalvarlegan og skaðlegan fréttaflutning eða mannorðsmorð Fréttastofu Ríkisútvarpsins. Strikið á milli persónulegs einkasviðs og pólitísks sviðs hefur hnikast til með tímanum og mörkin þarf að endurskoða. En þau eru til staðar og eiga að vera til staðar til að verja rétt okkar og frelsi.


Horfa á allan þáttinn

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí