Er þjóðin að sveigja afstöðu stjórnvalda gagnvart þjóðarmorðinu?
Fólk mun ræða þá miklu samstöðu sem kom fram í gær meðal þjóðarinnar með Palestínumönnum og kröfur sem gerðar voru á stjórnvöld um raunverulegar aðgerðir gagnvart þjóðarmorðinu á Gaza. Arnfríður Guðmundsdóttir prestur og prófessor, Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Kvenréttindafélags Íslands, Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna, Hólmfríður Garðarsdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar ræða hvernig þjóðarmorðið snertir almenning og hvernig hann getur brugðist við.