Göngum við með áföll forfeðra og formæðra okkar innprentuð í genin?
Helga Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar og Hanna Styrmisdóttir sérfræðingur í stefnumótun og sýningarstjórn segja Gunnari Smára frá einkasýningu palestínsku listakonunnar Larissa Sansour á safninu, sem fjallar um áföll sem erfast og fortíð sem myrkrar framtíðina, svo fátt eitt sé nefnt.