Lenda umhverfissinnar þá á svörtum lista?
Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar ræðir um það hvernig þrengt er að starfi frjálsra félagasamtaka í náttúruvernd. Hættumerkin eru mörg og segir frá samráðsfundi norrænna náttúruverndarsamtaka í Finnlandi þar sem þrengingarnar voru til umræðu. Fólk er farið að þegja yfir þátttöku sinni í náttúruverndarsamtökum af ótta við svarta lista. Og þótt enn séu menn óhræddir við að sameinast í náttúruvernd á Íslandi eru ýmis teikn um að það geti reynst hættulegt ef marka má nýja beiðni fyrrum ráðherra um lista yfir samtök og fólk sem settu sig upp á móti framkvæmdum.