Ný könnun Maskínu: Ríkisstjórnin fallin – Sósíalistar með fjóra þingmenn

Svona skiptist þingheimur samkvæmt nýrri könnun Maskínu, ríkisstjórnin tapar 5 þingmönnum, Sósíalistar vinna 4 og Sjálfstæðisflokkurinn 1:

Ríkisstjórn:

  • Samfylkingin: 15 þingmenn (óbreytt)
  • Viðreisn: 10 þingmenn (-1)
  • Flokkur fólksins: 6 þingmenn (-4)
  • Ríkisstjórn alls: 31 þingmaður (-5)

Stjórnandstaða á þingi:

  • Sjálfstæðisflokkur: 15 þingmenn (+1)
  • Miðflokkurinn: 8 þingmenn (óbreytt)
  • Framsóknarflokkur: 5 þingmenn (óbreytt)
  • Stjórnandstaða á þingi alls: 28 þingmaður (+1)

Stjórnarandstaða utan þings:

Sósíalistaflokkurinn: 4 þingmenn (+4)

Píratar: enginn þingmaður (óbreytt)

Vg: enginn þingmaður (óbreytt)

Stjórnandstaða utan þings alls: 4 þingmenn (+4)

Fylgi Vg og Pírata skila ekki þingmönnum, en kosningarannsóknir benda til að kjósendur þessara flokka séu líkastir kjósendum Sósíalista. Samanlagt mælist þessi kjósendahópur 11,5% og gæfi sameinaður sjö þingmenn, þremur fleiri en Sósíalistar fá samkvæmt könnuninni. Þessir þrír þingmenn lenda samkvæmt könnuninni hjá Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og annað hvort Framsókn eða Samfylkingu.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí