S02 E001 — Synir Egils — 7. jan 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við gesti. Að þessi sinni koma Erla Hlynsdóttir blaðakona á Heimildinni, Finnbjörn A. Hermannsson forseti Alþýðusambandsins og Róbert Marshall blaðamaður og útivistarfrömuður og ræða komandi forsetakjör, kjaraviðræður og ástandið í samfélaginu. Þeir bræður munu meta stöðu þingflokkanna en síðan heyrum við í Helen Ólafsdóttur öryggisráðgjafa sem heldur því fram að íslensk stjórnvöld ættu að styðja kæru stjórnar Suður Afríku um stríðsglæpi Ísrael. Í lokin tökum við stöðuna á Sjálfstæðisflokknum, sem aldrei hefur mælst veikari. Vilhjálmur Árnason ritari og þingmaður flokksins og Vilhjálmur Bjarnason fyrrum þingmaður ovelta fyrir sér styrkleika, veikleika, tækifærum og ógnum Sjálfstæðisflokksins.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí