Saknaðarilmur, lestarsamgöngur, mótmæli og biskupskjör

S05 E036 — Rauða borðið — 14. feb 2024

Unnur Ösp Stefánsdóttir hefur skrifað leikgerð upp úr tveimur bókum Elísabetar Jökulsdóttur og leikur í henni aðalhlutverkið, eina hlutverkið. Við fáum Unni og Elísabetu til að ræða Saknaðarilm og öll þau mál sem þetta magnaða verk snertir. Björn Þorláksson ræðir við Elliða Vignisson bæjarstjóra í Ölfuss um áhrif Reykjaneselda á uppbyggingu nágrannasveitarfélaganna. Á laugardaginn verður stórfundur um Palestínu í Háskólabíói, sem Samstöðin mun senda út beint. Salvör Gullbrá Þórarinsson er ein þeirra sem skipuleggur fundinn og hún mun segja okkur frá honum, en ekki síður þeim fjölbreytilegu stjórnmálum götunnar sem orðið hafa til vegna andstöðu almennings við árásir Ísraels á Gaza. Í lokin kemur Bjarni Karlsson, prestur og guðfræðingur hjá sálgæslu- og sálfræðistofunni Haf og segir okkur hvers vegna hann vill verða biskup og hvert erindi Krists og kirkju er við samtímann.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí