S03 E005 — Rauða borðið — 25. jan 2023

Miðvikudagurinn 25. janúar

BSRB, læknar, hagkerfið, mygla og konur 

Við byrjum á að ræða við Sonju Þorbergsdóttur formann BSRB um stöðu kjaraviðræðna opinberra starfsmanna og ekki síður um sveltistefnu og varnarstöðu grunnkerfa samfélagsins. Þá kemur Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins að Rauða borðinu og ræðir stöðu heilbrigðiskerfisins, sem Sonja hefur líka skoðun á. Ásgeir Brynjar Torfason fjarmálafræðingur bætist við umræðuna og við spyrjum hann út í togstreituna á milli útgjalda og tekna ríkissjóðs. Eftir spjall þeirra þriggja fer Breki Karlsson með okkur yfir nokkur neytendamál. Og síðan kemur Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir og segir okkur frá skaðvaldinum myglu. Og við förum yfir fréttir dagsins og sérstaklega yfir femínskar fréttir með Maríu Pétursdóttur, Margréti Pétursdóttur og Söru Stef.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí