Rauða borðið: Landbúnaður til framtíðar
Við Rauða borðið er rætt um landbúnað og horfum fram en ekki aftur. Hvernig verður matvælaframleiðslan hér innanlands eftir tíu eða tuttugu ár? Verða býlin stærri eða minni, framleiðslan víðar en samþjappaðri, byggðin strjálli eða mun breyttur landbúnaður og fjölbreytilegri atvinnumöguleikar til sveita vegna aukinna fjarskipta styrkja, efla og breyta strjálbýlli byggðum. Til að ræða landbúnað framtíðarinnar koma að Rauða borðinu bændurnir Guðný Harðardóttir og Guðrún Sigríður Tryggvadóttir, Hafliði Halldórsson matreiðslumeistari og Sveinn Margeirsson sveitarstjóri Skútustaðahrepps og fyrrverandi forstjóri Matís.