Talað tæpitungulaust gegn spillingu og í þágu vistvænna veiða
Í þættinum er rætt við Ragnar Önundarson, viðskiptafræðing um fiskveðikerfið en hann er talsmaður þess að ýta stórtækum togurum utar og rýma þannig fyrir smábátaveiðum við strendur landsins. Ragnar var ómyrkur í máli um spillingu og yfirgang. Það var Sveinbjörn Jónsson, sjómannaforingi frá Vestfjörðum líka. Hann talar af langri reynslu og miðlar í þættinum – í óbundnu máli og bundnu!