AGS, Borgin, gervigreind, sjúkrasaga og félagsklegir törfrar
Í kvöld sendum við af veikum mætti, löskuð af innbrotinu í stúdíóið. Höfum stuttan inngang en notum síðan fjarfundabúnað til að ræða við Ásgeir Brynjar Torfason um úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Við hringjum líka í Sönnu Magdalenu Mörtudóttur borgarfulltrúa og heyrum af borgarstjórnarfundinum í dag og um stöðu sveitarfélaganna. Jón Guðnason er dósent við gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík og við fáum hann til að lýsa gervigreindinni og hættunni sem kann að stafa af henni. Þá endurflytjum við tvö viðtöl, annars vegar sjúkrasögu Margrétar Lilju Arnheiðardóttir og hins vegar útlistun Viðars Halldórssonar á félagslegum töfrum.