Hin Reykjavík – Álag á kennurum á tímum Covid
Kennarar hafa aðlagað sig að breyttum aðstæðum vegna kórónuveirunnar og mikið mæðir á þeim. Hildur Ýr Ísberg framhaldsskólakennari, skrifaði opið bréf til menntamálaráðherra í síðasta mánuði þar sem hún greindi frá álaginu í kennarastarfinu og miklum væntingum til kennara á covid tímum.
Sanna Magdalena Mörtudóttir ræðir við Hildi um breytta kennsluhætti, hlutverk kennara og hvað það felur í sér að færa skólastarf og starfsumhverfi úr skólastofunni inn á fjarfundarými.