Átök, okur, niðurskurður og hörmungar

S03 E125 — Rauða borðið — 6. des 2022

Við ræðum við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar um stöðuna í kjaraviðræðum. Er ekki eftir meiru að slægjast en Starfsgreinasambandið fékk um helgina? Brynja Hrönn Bjarnadóttir leigjandi hjá Ölmu segir okkur frá svívirðilegri hækkun á leigu. Í niðurskurðartillögum meirihlutans í borginni er gert ráð fyrir að unglingasmiðjunum Stíg og Tröð verði loka. Belinda Karlsdóttir forstöðukona kemur að Rauða borðinu. Jón Kristinn Einarsson hefur skrifað bók um Jón Steingrímsson og Skaftárelda. Hann fer með okkur inn í veröld áfalla, fátæktar og harðinda. Við förum líka yfir fréttir dagsins.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí