Bankahrun, hafnarverkamenn, heilbrigðiskerfið & Indland
Silicon Valley bankinn hrundi um helgina og annar banki til. Hvað er að gerast? Erum við aftur að fá yfir okkur bankahrun? Þórarinn Stefánsson, sem þekkir til tæknigeirans í Silcon Valley, og Ásgeir Brynjar Torfason, sem þekkir til efnahagsreikninga banka, koma að Rauða borðinu og spá í stöðuna. Hópur hafnarverkamanna hjá Eimskip vilja út úr Eflingu og verða deild í Sjómannafélagi Íslands. Jón Arason formaður hópsins og Sverrir Fannberg Júlíusson varaformaður segja okkur hvers vegna? Svanur Sigurbjörnsson læknir hefur bent á að nýr Landspítali muni ekki uppfylla þörfina fyrir legurýmum þegar hann verður loksins risinn? Hvers vegna er heilbrigðiskerfið okkar á þessum vonda stað. Jón Ormur Halldórsson segir okkur frá Indland, því margbrotna og margræða ríki, og fer líka með okkur líka til Indónesíu, sem er ekki síðri ráðgáta. Og við segjum fréttir dagsins eins og venjulega.