Bankahrun, Venesúela, femínistar, Brasilía og tíminn
Enn falla bankar, nú er það svissneski stórbankinn Credit Suisse sem riðar til falls. Við fáum Ásgeir Brynjar Torfason til að útkýra hvað sé í gangi. Í tilefni afgreiðslu Alþingis á útlendingalögunum ræðum við við Danilo Nava sem er frá Venesúela og flutti til Íslands fyrir nokkrum árum. Er hér að verða til öflugt samfélag fólks frá Venesúela? María Pétursdóttir og Sara Stef. Hildar fara yfir femínskar fréttir vikunnar, Við höldum áfram ferð okkar um heimin, förum í kvöld til Brasilíu með Luciano Dutra. Njörður Sigurjónsson lektor við Háskólann á Bifröst segir okkur frá vinnu og tíma, meðal annars út frá hugmyndum Guðmundar Finnbogasonar. Og við segjum fréttir dagsins.