Bankasala, kjaraviðræður & fátækt
Þeir koma að Rauða borðinu Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri Transparency International á Íslandi og Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis, en þeir héldu ræður á mótmælunum á Austurvelli í vor gegn sölunni á Íslandsbanka. Hvað segja þeir um skýrslu ríkisendurskoðunar. Starfsgreinasambandið hefur vísað kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Vilhjálmur Birgisson formaður SGS segir hvað það merkir. Georg Jónasson segir okkur síðan frá fátækt og hvernig hann vill berjast gegn henni. Og við förum yfir fréttir vikunnar.