Bankasala, leikskólar, mótmæli og ofbeldi
Þingið hefur göngu sína í kvöld. Björn Leví Gunnarson þingmaður Pírata og Brynjar Níelsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, ræða við Björn Þorláks um foringjakrísu sjálfstæðismanna og sölu Íslandsbanka. Við ræðum skólamál í vikunni, hvert skólastig fyrir sig. Sveinlaug Sigurðardóttir, varaformaður Félags leikskólakennara, Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, Jónína Hauksdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands og Sigurður Sigurjónsson formaður Félags stjórnenda leikskóla ræða hvað er gott og hvað vont í leikskólunum okkar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR ræðir mótmæli morgundagsins og Þráinn Bj. Farestveit framkvæmdastjóri Verndar ræðir ofbeldi ungmenna, nú og fyrr á tíð.