Bankasala, verkföll og aldraðir

S04 E017 — Rauða borðið — 14. feb 2023

Við fáum Marinó G. Njálsson að Rauða borðinu til að ræða sameiningu Kviku og Íslandsbanka, sem kynnt hefur verið sem mikil bót fyrir samfélagið. Er það svo? Gísli Tryggvason lögmaður kemur og ræðir við okkur um lögfræðina í vinnudeilu SA og Eflingar. Hvað merkir úrskurður Landsréttar? Er miðlunartillagan lögleg eða á eftir að fá úr því skorið. Anna Björg Jónsdóttir öldrunarlæknir segir okkur hvar skóinn kreppi í þjónustu við þá sem eru gamlir og lasnir. Og við segjum fréttir dagsins.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí