Bankasalan, Bandaríkin & Rússland
Við ræðum bankasöluna áfram við Rauða borðið, að þessu sinni koma að Rauða borðinu þeir Þorvaldur Gylfason prófessor og Ásta Lóa Þórsdóttir sem bæði héldu ræðu við mótmælin í vor. Magnús Helgason sagnfræðingur kemur og ræðir stöðuna í Bandaríkjunum nú þegar vika er liðin frá kosningunum. Valur Gunnarsson sagnfræðingur og Victoria Bakshina kennari koma ræða um Rússland hið vonda. Við förum líka yfir fréttir dagsins eins og vanalega.