Biskup, sjálfbærni húsa og forsetaframboð

S05 E069 — Rauða borðið — 26. mar 2024

Elínborg Sturludóttir Dómkirkjuprestur, Guðmundur Karl Brynjarsson prestur í Lindakirkju og Guðrún Karls Helgudóttir prestur í Grafarvogskirkju eru í biskupskjöri. Þau koma að Rauða borðinu og ræða stöðu kirkjunnar, erindi kristninnar og hlutverk biskups. Jón Kristinsson fór ungur til náms í Hollandi og hefur starfað þar alla tíð, í meira en sextíu ár, sem arkitekt og uppfinningamaður á svið sjálfbærni og orkunýtingar. Hann kemur til okkar og segir fá lífshlaupi sínu og uppgötvunum. Halla Tómasdóttir fékk næst flest atkvæði í forsetakosningum fyrir átta árum og ætlar nú að reyna öðru sinni að verða forseti lýðveldisins. Við spyrjum hana hvers vegna.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí