Bjarni, Palestína, kalt stríð og flóttafólk
Við fáum Ásgeir Brynjar Torfason sérfræðing í fjármálum til að fjalla um afsögn Bjarna Benediktssonar út frá Íslandsbankasölunni og Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræðing til að meta afsögnina póilitískt. Magnús Bernharðsson prófessor reynir að meta stöðuna í Palestínu, sem er ill. Við ræðum síðan um kalda stríðið, sem margir segja að minni á nútímann. Haukur Ingvarsson bókmenntafræðingur og Rósa Magnúsdóttir sagnfræðingur segja frá menningarlegum afskipum stórveldanna á tímum kalda stríðsins. Í lokin koma Hjördís Kristinsdóttir kafteinn í Hjálpræðishernum, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir frá Geta-hjálparsamtökunum í Hafnarfjarðarkirkju og Helgi Guðnason prestur í Fíladelfíu og segja frá starfi sínu með flóttafólki frá Venesúela.