Blá hönd, kennaraverkfall, klúður, morð og lestarræningi

S04 E168 — Rauða borðið — 31. okt 2023

Við höldum áfram að tala um Eimreiðina, Kolkrabbann og bláu höndina. Hallgrímur Helgason rithöfundur kynntist bláu höndinni og skrifaði um hana. Við ræðum kjarabaráttu kennara við Elna Katrín Jónsdóttir fyrrum formann Hins íslenska kennarafélags, Magnús Þór Jónsson formann Kennarasambandsins og Sigurð Pétursson sagnfræðing og handritshöfundar Endurgjöf, heimildarmynd um kennaraverkföllin undir lok síðustu aldar. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir okkur frá Microsoft-klúður ríkisins og Sigríður Dúa Goldsworthy frá morðunum í Dillonshúsi. Í lokin kemur Lóa Björk Björnsdóttir frá Lestinni á rás eitt að Rauða borðinu, reynir að taka viðtal á sama tíma og við tökum viðtal við hana.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí