Borgin, áfengi, kyn, kona í buxum og víkingar
Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi ræðir samband stjórnmála og áfengis en mörgum finnst þörf á bragarbót. Alex Diljar Birkisbur Hellsing, Veiga Grétarsdóttir Sulebust, Kitty Anderson og Theodór Una Braga ræða hvað er kyn fyrir einstaklingum og samfélagi. Auður Styrkársdóttir segir okkur frá Þuríði formanni, sem var kona í karlmannsbúningi. Og Guðrún Dröfn Whitehead lektor í safnafræði við Háskóla Íslands hefur skrifað bók þar sem hún leitar svara við því.