Börn á leikskólum og vöggustofum og flóttafólk á götunni

S04 E103 — Rauða borðið — 14. ágú 2023

Við fáum þær Dagnýju Aradóttur Pind, lögfræðing BSRB, og Önnu Mjöll Guðmundsdóttur, formann samtakanna Fyrstu fimm, að Rauða borðinu að ræða leikskóla í tilefni af aðgerðum Kópavogsbæjar. Hvað er foreldrum fyrir bestu? Starfsfólkinu? Börnunum? Við ræðum við Helenu Ólafsdóttur, öryggisfulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, um flóttamannastefnu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem hún hefur gagnrýnt harðlega. Síðan kemur Árni H. Kristjánsson sagnfræðingur til okkar og segir okkur frá vöggustofum sem voru reknar í Reykjavík á síðustu öld, bæði sem sagnfræðingur sem skoðað hefur málið en líka sem uppkomið vöggustofubarn.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí