Börn, innflytjendur, öryrkjar, saga og morðgáta

S04 E158 — Rauða borðið — 18. okt 2023

Við ræðum við Sæunni Kjartansdóttur sálgreini um þarfir ungra barna og hvort þeim sé mætt í því kerfi sem við höfum smíðað í kringum þau; fæðingarorlof, leikskóla o.s.frv. Mun framtíðin horfa gagnrýnum augum á kerfin okkar? Hafije Zogaj læknir segir frá baráttu sinni, sem er lík baráttu margra innflytjenda við að fá menntun sína viðurkennda á Íslandi. Atli Þór Þorvaldsson, fyrrverandi formaður kjarahóps ÖBÍ, segir okkur frá fátækt öryrkja, en við erum að skoða fátækt þeirra hópa sem útsettir eru fyrir fátækt. Orri Vésteinsson fornleifafræðingur mætir og ræðir skaðsemi lokunar safna, sem ekki skaða aðeins fræðafólk heldur lýðræðið í samfélaginu, sem nærist á frjálsu aðgengi að upplýsingum. Og í lokin segir Guðjón Jensson okkur frá gamalli morðgátu eða meinti morðgátu öllu heldur.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí