Breiðholt, körfubolti, skautun og Rússland
Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari segir okkur frá íþróttastarfi í efra Breiðholti, því hverfi þar sem hlutfall innflytjenda er hæst. Finnur Dellsén prófessor í heimspeki ræðir við okkur um skautun og Ingunn Hreinberg Indriðadóttir, aðjúnkt og námsgreinaformaður í rússnesku við Háskólann, segir okkur frá Rússlandi Pútins.