Brottvísanir, gul verkalýðsfélög, Sýrland, kosningar, goðsagnir og ópera
Sigurður Pétursson sagnfræðingur segir okkur frá gulum verkalýðsfélögum og Sigurlín Bjarney Gísladóttir kennari um áhrif brottvísana flóttafólks á þau sem hafa kynnst þessum einstaklingum. Tjörvi Schiöth doktorsnemi í sagnfræði segir okkur frá valdaskiptum í Sýrland og Tómas Ellert Tómasson fyrrum bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg efast um að kosningalög og umbúnaður kosninga á Íslandi sér lýðræðislegur. Ingunn Ásdísardóttir um norrænar goðsagnir í nýju ljósi en hún fjallar um þetta í nýrri bók: Jötnar hundvísir. Þær Helga Þórey Jónsdóttir, kennari og menningarfræðingur og Katrín Harðardóttir, þýðandi og glimmermótmælandi koma og ræða stríð, mótmæli og byltingu í Radíó Gaza. RRagnar Pétur Jóhannsson bassi, Sólveig Sigurðardóttir sópran, Áslákur Ingvarsson baríton og Þórhallur Auður Helgason tenór segja okkur frá Rakaranum í Sevilla og erindi óperunnar til okkar tíma.