Brottvísun barns, leigjendur, stjórnarskráin, kennaranámið og veikindadagar

S06 E010 — Rauða borðið — 14. jan 2025

Lítil stúlka og fjölskylda hennar standa nú frammi fyrir brottvísun til Venesúela eftir tvo daga þrátt fyrir að stúlkan sem er þriggja ára þurfi á flókinni læknisaðgerð að halda sem framkvæma á hér á landi í febrúar. Jón Sigurðsson, lögmaður fjölskyldunnar og formaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, spjallar við Maríu Lilju um málefni flóttafólks. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtaka Íslands tekur stöðuna í málefnum leigjenda við stjórnarskipti og ræðir um sérlega ósanngjarna skattheimtu sem á sér enga líka. Þór Martinsson, sagnfræðingur og verkefnisstjóri ráðstefnu um stjórnarskrána segir okkur frá dagskrá ráðstefnunnar sem haldin verður um helgina og af hverju mikilvægt er að ræða stjórnarskrána í þessu samhengi núna. Jón Pétur Zimsen, skólamaður og þingmaður, vill stytta kennaranám úr fimm árum í þrjú. Hann telur unnt að bæta gæði kennara og greiða þeim hærri laun fyrir skemmri námstíma. Veikindahlutfall starfsmanna Reykjavíkurborgar er 8,7% að meðaltali hvern einasta vinnudag ársins á sama tíma og veikindahlutfall er 2,5 prósent á mannauðs- og umhverfissviði borgarinnar. Fyrrum þingmaður og borgarfulltrúi, Vigdís Hauksdóttir, vill rannsókn.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí